Single Blog Title

This is a single blog caption

Íslenski sjávarklasinn og Startup Iceland í samstarf

Íslenski sjávarklasinn og Startup Iceland hafa gert með sér samkomulag um samstarf við þjálfun frumkvöðla í frumkvöðlasetrum Húss sjávarklasans. Í Húsi sjávarklasans eru tvö frumkvöðlasetur þar sem aðstöðu hafa meðal annars sprotafyrirtækin HerberiaAnkraArctic SeafoodFishermanBrekiMargildiBrum og fleiri. Frumkvöðlasetrin eru rekin með dyggum stuðningi Brims, Eimskips, Icelandair Cargo og Mannvits.

Markmið samstarfs Íslenska sjávarklasans og Startup Iceland er að styrkja frumkvöðlafyrirtækin í Húsi sjávarklasans og efla um leið áhuga og skilning fjárfesta á þeim tækifærum sem felast í aukinni fullvinnslu sjávarafurða og sprotum í sjávarklasanum almennt. Stefnt er að því að fyrirtækin í frumkvöðlasetrunum fái þjálfun frá Startup Iceland og Bala Kamallakharan stofnanda þess. Bala hefur víðtæka reynslu af þjálfun frumkvöðla og fjárfestingum í frumkvöðlafyrirtækjum. Þá munu fyrirtækin í frumkvöðlasetrunum einnig njóta þess stóra tengslanets sem Startup Iceland hefur bæði hérlendis sem og erlendis.

Samstarfssamningurinn var formlega kynntur þann 28. maí á Bergsson RE, nýjum veitingastað í Húsi sjávarklasans. Fjölmenni var við kynningu samstarfsins en fjöldi gesta Startup Iceland ráðstefnunnar heimsótti Íslenska sjávarklasann af þessu tilefni, auk þess sem hópur MBA-nema frá Háskólanum í Boston heimsótti húsið ásamt sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Rob Barber.

Thor and Bala

Þór Sigfússon og Bala Kamallakharan við kynningu samstarfssamningsins.