Single Blog Title

This is a single blog caption

Hús sjávarklasans tilnefnt sem besta skrifstofuhúsnæðið á Norðurlöndunum

Hús sjávarklasans er tilnefnt í flokknum Besta skrifstofuhúsnæðið á Norðurlöndunum í Nordic Startup Awards 2016. Nordic Startup Awards er ein stærsta nýsköpunarkeppni á Norðurlöndunum sem gerir frumkvöðlum og velunnurum þeirra hátt undir höfði og veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur innan nýsköpunargeirans.

Keppnin fer fram í tveimur liðum þar sem fyrst er kosið í flokkum innan landa áður og svo á milli Norðurlandanna. Þau lönd sem taka þátt eru Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Keppnin innan Íslands fór fram í apríl og vann Hús sjávarklasans í sínum flokki.

„Við erum mjög stolt og ánægð með þessa viðurkenningu, hún er staðfesting á því að við erum á réttri leið í okkar starfi og því sem við bjóðum uppá. Við viljum þakka íbúum Húss sjávarklasans og öðrum velunnurum okkar fyrir frábært samstarf undanfarin ár“ segir Eva Rún Michelsen framkvæmdastjóri Húss sjávarklasans.

Nordic Startup Awards verður haldin þriðjudaginn 31. maí nk í Hörpu. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hér og fyrir þá sem vilja greiða atkvæði má smella hér.

NSA400x300