Single Blog Title

This is a single blog caption

Hús sjávarklasans í fjölmiðlum vestanhafs

Fjölmiðlar í Portland, Maine í Bandaríkjunum hafa sýnt íslenskum sjávarútvegi talsverðan áhuga að undanförnu enda er samband íslensks sjávarútvegs og sjávarútvegsins á Nýja Englandi að styrkjast þessi misserin.

Fjárfestar í Portland stefna meðal annars að því að opna hús að fyrirmynd Húss sjávarklasans á næstunni í hafnarborginni Portland þar sem Eimskip er meðal annars með starfsstöð.

Í síðustu viku birtist áhugaverð sjónvarpsfrétt um Hús sjávarklasans og tækifærin sem felast í opnun slíks húss vestanhafs. Umfjöllunina má sjá hér.