Drekkutími* í Húsi sjávarklasans
Þann 4. febrúar síðastliðinn var matarfrumkvöðlum boðið í Drekkutíma* í Húsi sjávarklasans með það að markmiði að tengja þennan hóp betur saman og kynna nokkur verkefni sem hugsanlega gætu nýst þessum hópi.
Deloitte kom og kynnti Fast 50 sem er eins konar uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans. Með verkefninu er tæknifyrirtækjum skapaður vettvangur þar sem vekja má athygli á vaxtarmöguleikum sínum.
Íslandsbanki kynnti Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka sem styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg.
Icelandic Startups (áður Klak-Innovit) kynnti Gulleggið og önnur verkefni. Gulleggið er frumkvöðlakeppni þar sem fumkvöðlum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera raunáætlanir um stofnun fyrirtækja.
Loks kynnti Íslenski sjávarklasinn sína starfsemi og þá þjónustu sem fyrirtækið býður upp á fyrir frumkvöðla.
Á fésbókarsíðu Íslenska sjávarklasans er hægt að skoða myndir frá Drekkutímanum.
*Drekkutími er íslenska orðið yfir Happy hour