Athafnahjónin Steve og Jean Case heimsóttu Hús sjávarklasans
Bandarísku athafnahjónin Steve og Jean Case heimsóttu í gær Hús sjávarklasans í fylgd með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Guðjóni Inga Guðjónssyni eiginmanni hennar.
Steve er stofnandi America Online og Jean er formaður stjórnar National Geographic Society. Steve hefur nýverið gefið út bókina The Third Wave en þar bendir hann m.a. á að frumkvöðlafyrirtæki eigi mikla vaxtarmöguleika nálægt þeim iðnaði sem þau eru að þróa sýna tækni fyrir. Nýsköpun í sjávarútvegi á Íslandi er ugglaust eitt besta dæmið um það.