SAMFÉLAG 65 FYRIRTÆKJA

Fyrirtækin í Húsi sjávarklasans eru um 65, allt frá nýstofnuðum sprotum sem eru að stíga sín fyrstu skref yfir í útibú rótgróinna félaga. Í húsinu starfa um 140 manns frá yfir 12 löndum. Hér eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaðargerð, hönnun, líftækni, snyrtivörum, ráðgjöf, rannsóknum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau til að skapa saman ný verðmæti.

UM HÚS SJÁVARKLASANS

NÝJUSTU FRÉTTIR

Wasabi Iceland gengur frá samningi við Orkusöluna

Wasabi Iceland, frumkvöðlar úr Húsi sjávarklasans, hefur gengið frá samningi við Orkusöluna um kaup á grænni orku fyrir gróðurhús sín. Orkan er upprunavottuð raforka frá vatnsaflsvirkjunum á Íslandi og mun knýja alla lýsingu í gróðurhúsum Wasabi Iceland. Fyrirtækið mun því bjóða hreina vöru framleidda úr umhverfisvænum orkugjöfum. Fyrsta varan frá Wasabi Iceland, hágæða wasabi, er... Read More

Athafnahjónin Steve og Jean Case heimsóttu Hús sjávarklasans

Bandarísku athafnahjónin Steve og Jean Case heimsóttu í gær Hús sjávarklasans í fylgd með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Guðjóni Inga Guðjónssyni eiginmanni hennar. Steve er stofnandi America Online og Jean er formaður stjórnar National Geographic Society. Steve hefur nýverið gefið út bókina The Third Wave en þar bendir hann m.a. á að... Read More

Hús sjávarklasans tilnefnt sem besta skrifstofuhúsnæðið á Norðurlöndunum

Hús sjávarklasans er tilnefnt í flokknum Besta skrifstofuhúsnæðið á Norðurlöndunum í Nordic Startup Awards 2016. Nordic Startup Awards er ein stærsta nýsköpunarkeppni á Norðurlöndunum sem gerir frumkvöðlum og velunnurum þeirra hátt undir höfði og veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur innan nýsköpunargeirans. Keppnin fer fram í tveimur liðum þar sem fyrst er kosið í flokkum innan... Read More

Hús sjávarklasans valið: Besta skrifstofuhúsnæðið

Það gleður okkur að segja frá því að Hús sjávarklasans hlaut í dag viðurkenninguna Besta skrifstofuhúsnæðið á Íslandi af Nordic Startup Awards. The Nordic Startup Awards er viðburður í Norðurlöndunum sem gerir frumkvöðlum og velunnurum þeirra hátt undir höfði og veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur innan nýsköpunargeirans. Við erum afskaplega stolt og ánægð með þessa... Read More

FUNDIR & RÁÐSTEFNUR 

Hægt er að fá til leigu öll átta fundarherbergin í Húsi sjávarklasans. Fundarrýmin rúma frá fjórum upp í 22 gesti og eru útbúin skjáum eða skjávörpum og öðrum þægindum.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

BERGSSON RE

Veitingastaðurinn Bergsson RE í Húsi sjávarklasans var opnaður í maí 2015. Þar er hægt að njóta matar og drykkjar með glæsilegu útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Opið er alla virka daga milli 10-16. Hægt er að fá staðinn leigðan undir veislur, fundi og aðra viðburði utan almenns opnunartíma.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

BergssonRE