Home

SAMFÉLAG 70 FYRIRTÆKJA

Fyrirtækin í Húsi sjávarklasans eru um 70, allt frá nýstofnuðum sprotum sem eru að stíga sín fyrstu skref yfir í útibú rótgróinna félaga. Í húsinu starfa um 120 manns frá yfir 12 löndum. Hér eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaðargerð, hönnun, líftækni, snyrtivörum, ráðgjöf, rannsóknum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau til að skapa saman ný verðmæti.

UM HÚS SJÁVARKLASANS

Hopur

NÝJUSTU FRÉTTIR

Florealis vinningshafi í Iceland´s Rising Star

Florealis, eitt af frumkvöðlafyrirtækjum í Húsi sjávarklasans, var í gær valin sem annar af tveimur vinningshöfum Iceland’s Rising Star og eru því komin á alþjóðlegan lista Rising Star fyrirtækja sem eru talin líkleg til að vaxa hratt á næstu árum. Að launum fá þau ferð á Slush fjárfestaráðstefnuna í Helsinki sem fer fram 29.nóvember til... Read More

Magasin du Nord hefur sölu á vörum Feel Iceland

Magasin du Nord hóf sölu á íslensku vörunum frá Feel Iceland í síðustu viku eins og kemur fram í fréttatilkynningu. Feel Iceland býður upp á fæðubótarefni og húðvörur sem vinna saman bæði innan frá og utan að bættu útliti og líðan, en vörurnar eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. “Við erum í skýjunum með þetta,... Read More

Wasabi Iceland gengur frá samningi við Orkusöluna

Wasabi Iceland, frumkvöðlar úr Húsi sjávarklasans, hefur gengið frá samningi við Orkusöluna um kaup á grænni orku fyrir gróðurhús sín. Orkan er upprunavottuð raforka frá vatnsaflsvirkjunum á Íslandi og mun knýja alla lýsingu í gróðurhúsum Wasabi Iceland. Fyrirtækið mun því bjóða hreina vöru framleidda úr umhverfisvænum orkugjöfum. Fyrsta varan frá Wasabi Iceland, hágæða wasabi, er... Read More

Athafnahjónin Steve og Jean Case heimsóttu Hús sjávarklasans

Bandarísku athafnahjónin Steve og Jean Case heimsóttu í gær Hús sjávarklasans í fylgd með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Guðjóni Inga Guðjónssyni eiginmanni hennar. Steve er stofnandi America Online og Jean er formaður stjórnar National Geographic Society. Steve hefur nýverið gefið út bókina The Third Wave en þar bendir hann m.a. á að... Read More

FUNDIR & RÁÐSTEFNUR 

Hægt er að fá til leigu öll átta fundarherbergin í Húsi sjávarklasans. Fundarrýmin rúma frá fjórum upp í 22 gesti og eru útbúin skjáum eða skjávörpum og öðrum þægindum.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Matarskálinn

Veitingastaðurinn Matarskálinn í Húsi sjávarklasans var opnaður í september 2020. Þar er hægt að njóta matar og drykkjar með glæsilegu útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Opið er alla virka daga milli 11-14. Hægt er að fá staðinn leigðan undir veislur, fundi og aðra viðburði utan almenns opnunartíma.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

120039475_151621219959578_1756964044423122995_n